Námsframvinduskýrsla

Fyrir lok maí ár hvert skal doktorsnemi skila skýrslu um stöðu doktorsverkefnis ásamt beiðni um skráningu eininga. Leiðeinandi verður beðinn um að staðfesta skýrsluna áður en einingar verða skráðar. Nemendum er ráðlagt að vinna skýrsluna í samráði við leiðbeinanda (á sérstkalega við um kafla 3 og 4). Því er ráðlegt að opna skýrsluna og kynna sér allt innihald hennar áður en vinna við hana er hafin. Nemendur ættu að reikna með að nota hálfan til heilan dag í að vinna skýrsluna.

Skýrslunni skal skilað í gegnum eyðublað í Uglu (krækja hér að neðan). Frestur til að skila námsframvinduskýrslu rennur út 22. maí 2017.

Miðstöð framhaldsnáms fær afrit af skýrslunni (stefnt er að því að skýrslunni verði í fram­tíðinni skilað á heimasíðu miðstöðvarinnar).

Sjá nánar í 7. gr. reglna um doktorsnám við Hugvísindasvið

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is