Námsmat í tungumálum á háskólastigi: stöðumat nýnema og inntökuskilyrði í erlendum tungumálum.

Laugardagur 10. mars kl. 13-14.30
Stofa 222 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Á undanförnum misserum hefur umræða um inntökuskilyrði í Háskóla Íslands verið áberandi og meðal annars verið rætt um að taka upp inntökupróf fyrir nýnema í erlendum tungumálum. Í þessari málstofu verður fjallað um þessar hugmyndir og mögulegar útfærslur á þeim.

Fyrirlesarar:

  • Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönskum fræðum: Frönskuprófin DELF og DALF
  • Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ: Einstaklingsmiðað nám og námsmat

 Málstofustjóri: Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir aðjunkt í íslensku sem öðru máli

Útdráttur:

Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönskum fræðum
Frönskuprófin DELF og DALF

Aðalnámskrá framhaldsskóla fyrir erlend tungumál tekur mið af Evrópurammanum varðandi hæfni og þekkingu á þriðja tungumáli. Kennsluskrá Háskóla Íslands tekur einnig mið af sama ramma til þess að tilgreina þá færni  sem nemandi þarf að hafa til að geta stundað nám á háskólastigi í tungumálum. Hvernig er þetta metið og af hverjum? Í þessu samhengi verða frönskuprófin DELF og DALF kynnt en þau eru opinber próf, gefin út af franska menntamálaráðuneytinu og hafa alþjóðlegt gildi.

 

Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ Einstaklingsmiðað nám og námsmat

Tungumálamiðstöð HÍ sérhæfir sig í einstaklingsmiðuðu tungumálanámi þar sem bæði nám og námsmat taka mið af þörfum nemenda og sjálfsmat gegnir veigamiklu hlutverki. Í þessum fyrirlestri verða kostir og gallar slíks námsmats reyfaðir í ljósi umræðu um inntökuskilyrði í erlendum tungumálum.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is