Nemendafélög

Félög nemenda í doktorsnámi á Hugvísindasviði eru tvö: FeDoN, sem er Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, og Félag doktorsnema á Hugvísindasviði sem er aðili að Veritas, fulltrúaráði nemenda á Hugvísindasviði sem eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga innan sviðsins. Unnið er að því að nýdoktorar verði einnig gjaldgengir í Félag doktorsnema á Hugvísindasviði.

Allir doktorsnemar á Hugvísindasviði eru sjálfkrafa skráðir í félagið. Tilgangur Félags doktorsnema á Hugvísindasviði er að vinna að hagsmunamálum doktorsnema á Hugvísindasviði, miðla upplýsingum til þeirra, tilnefna fulltrúa doktorsnema í ráð og nefndir sviðsins og að standa fyrir félagsstarfi meðal doktorsnema á Hugvísindasviði.

Stjórn er kjörin árlega á aðalfundi í desember og fundir eru haldnir tvisvar þess utan, einu sinni að vori og einu sinni að hausti, bæði til að kynna störf sín félagsmönnum og til þess að hlusta eftir hvers kyns ábendingum eða umkvörtunum um það sem betur mætti fara í málefnum doktorsnema.

Fundir eru að jafnaði haldnir í fundarherberginu í Gimli og er boðað til þeirra með rúmum fyrirvara í gegnum póstlista doktorsnema.

Vefsíður:

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is