Ólafur Arnar Sveinsson: Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 14. árangur - 2014

Ólafur Arnar Sveinsson: „Riffillinn er hinn besti vinur hermannsins“. Átök um sjálfsmyndir íslensks vesturfara

Þessi grein fjallar um sendibréf vesturfara frá Íslandi í upphafi 20. aldar sem bjó bæði í Bandaríkjunum og Kanada og gerðist hermaður fyrir síðarnefnda landið í fyrri heimsstyrjöld. Markmið greinarinnar er að greina persónuleg skrif hans í sendibréfum til Íslands, varpa ljósi á hvers konar sjálfsmyndir birtast í bréfunum og skýra þannig frá átökum vesturfarans við þær aðstæður þegar efasemdir vakna um tilveru hans sem innflytjanda og hermanns af erlendum uppruna. Greinin fjallar einnig um hvernig þætti viðtakanda bréfanna er háttað, þar sem samspil fortíðar og framtíðar tveggja einstaklinga hefur áhrif á sjálfsmyndasköpun vesturfarans.

Lykilorð: Sjálfsmyndir, sendibréf, innflytjendur, fyrri heimsstyrjöld

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is