Pulvis Olympicus: Umræða um afmælisrit Sigurðar Péturssonar

Laugardagur 6. mars kl. 10-12 Stofa 229 Haustið 2009 varð Sigurður Pétursson, lektor við Deild erlendra tungumála í Háskóla Íslands, sextíu og fimm ára. Að því tilefni kom út bókin Pulvis Olympicus: Afmælisrit tileinkað Sigurði Péturssyni hjá Háskólaútgáfunni í lok síðasta árs. Í bókina skrifa tólf sérfræðingar á sviðum sem afmælisbarnið hefur mjög látið til sín taka í eigin rannsóknum og kennslu. Þrjár greinar fjalla um efni frá klassískum tíma og aðrar þrjár spanna tímabil endurreisnarinnar. Þrjár greinar taka til athugunar texta á nýlatínu og ein

beinir spjótum að texta og höfundarrétti við upphaf nýaldar. Loks eru í bókinni tvær greinar á sviði persónusögu: í myndlist og í hátíðarræðu. Í málstofunni munu nokkrir greinahöfunda og þýðendur gera grein fyrir sínu framlagi í bókinni og í lokin verða pallborðsumræður með þátttöku afmælisbarnsins. Þátttakendur í málstofunni eru hvattir til að kynna sér efni bókarinnar og til að beina spurningum til þátttakenda í pallborðsumræðum í lokin.

Erindin í þessari málstofu verða styttri en í öðrum málstofum. Henni lýkur með pallborðsumræðum.

•Jón Ma. Ásgeirsson: Jóreykur í Anatólíu: Efesus á milli Rómar og Konstantínópel •    Gunnar Harðarson: Petrarca og tilurð húmanískra fræða •         Gottskálk Jensson: Nokkrar athugasemdir um latínubókmenntir eftir Íslendinga á

12. öld, hið pólitíska samhengi þeirra og stöðu gagnvart bókmenntum á norrænu •  Margrét Eggertsdóttir: Hljómi raustin barna best: Uppruni, umsköpun og

útbreiðsla gamals jólasálms í handritum fyrr á öldum •         Guðrún Ingólfsdóttir: Höfundurinn og textinn á 18. öld. Hver er hvurs og hvurs er

hvað?

Pallborðsumræður: Sigurður Pétursson, lektor við Háskóla Íslands og höfundar erinda.

Málstofustjórar: Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor, Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla og Svavar Hrafn Svavarsson, dósent

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is