Rannsóknaráætlun

Doktorsnemi skilar einnig rannsóknaráætlun snemma á námsferlinum. Nemandi í 180 eininga doktorsnámi skilar henni fyrir lok fyrsta misseris en nemandi í 240 eininga doktorsnámi eigi síðar en við lok annars misseris. Áætlunin skal vera 4.000–6.000 orða lýsing á væntanlegri doktorsritgerð. Í rannsóknaráætluninni skal gera grein fyrir:

  1. viðfangsefni ritgerðarinnar,
  2. þeim spurningum sem bornar verða upp,
  3. rannsóknaraðferð,
  4. uppbyggingu ritgerðarinnar,
  5. lýsingu fylgi einnig drög að heimildaskrá.

Doktorsnemi skal verja rannsóknaráætlunina munnlega fyrir doktorsnefnd að jafnaði innan tveggja vikna frá skilum. Doktorsnefnd getur óskað eftir endurskoðaðri rannsóknaráætlun ef hún telur að nemandi hafi ekki staðist þessa vörn. Að lokinni vörn skal rannsóknaráætlun send til doktorsnámsnefndar til endanlegrar samþykktar. Umtalsverðar breytingar á rannsóknaráætlun síðar í doktorsnáminu eru háðar samþykki doktorsnámsnefndar og byggjast á skýringum og rökstuðningi sem doktorsnefnd hefur fallist á.

Sjá nánar í 7. gr. reglna um doktorsnám við Hugvísindasvið.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is