Rannsóknasjóður Hugvísindastofnunar

Markmið Rannsóknasjóðs Hugvísindastofnunar er að efla rannsóknir og rannsóknatengda starfsemi innan Hugvísindasviðs með styrkveitingum til stofnana (grunnstofnana og sjálfstæðra rannsóknastofnana), rannsóknastofa innan þeirra, rannsóknarteyma og einstakra fræðimanna á Hugvísindasviði. Frá desember 2020 tekur stuðningurinn aðeins til ráðstefna, málþinga og fyrirlestraraða.  

Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári (15. apríl og 15. desember). Umsóknarfrestir eru jafnan 1. apríl og 1. desember og er þá auglýst eftir umsóknum með nokkrum fyrirvara. Ekki er tekið við umsóknum á öðrum tímum. 
 

Umsóknarfrestur fyrir úthlutun í desember 2020 er 10. desember.

Reglur sjóðsins sem gilda við desemberúthlutun 2020 eru hér
Umsóknum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði í viðhengi með tölvupósti til verkefnastjóra Hugvísindastofnunar: mgu@hi.is.

Vakin er athygli á því að umsóknir skulu varða viðburði sem haldnir voru árið 2020 eða stefnt er að árið 2021.

 

Umsóknareyðublað:
Umsókn um styrk til ráðstefnu/málþings

Umsókn um styrk vegna fyrirlestraraðar má skrifa í tölvupóst og senda verkefnisstjóra, mgu@hi.is. Þar komi fram hver heldur/hélt fyrirlestraröðina, hvenær og hve margir viðburðirnar verða/voru. 
 

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is