Rannsóknastig

Rannsóknir akademískra starfsmanna á Hugvísindasviði eru metnar samkvæmt matskerfi opinberu háskólanna og fá starfsmenn stig eftir árangri (sjá reglur um stigamat hér). Rannsóknastigum hefur fjölgað á sviðinu í takti við eflingu rannsókna í háskólanum almennt. Hugvísindasvið hefur haft um 18% af heildarstigafjölda háskólans og hefur það hlutfall haldist svo til óbreytt frá 2008. Árið 2010 var tekið upp nýtt stigakerfi sem skýrir að hluta til mikla fjölgun stiga frá 2009 til 2010.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem sýna þróun rannsóknastiga á Hugvísindasviði árin 2008 til 2014 (tölur eru sóttar hingað). Skýringar á skammstöfunum eru neðst á síðunni. 

Á fyrstu myndinni sést heildarstigafjöldi deilda Hugvísindasviðs og starfsmanna Stofnunar Árna Magnússonar sem einnig eru akademískir starfsmenn Hugvísindasviðs. 

 

Á næstu myndum er samanburður á meðalstigafjölda akademískra starfsmanna deilda Hugvísindasviðs og SÁM og einnig milli sviða Háskóla Íslands. Samanburðurinn nær bæði yfir rannsóknastig og svokölluð aflstig, en þau mæla birtingar hjá viðurkenndum alþjóðlegum tímaritum og forlögum. Meðaltöl eru reiknuð út frá starfshlutfalli. Í tilfelli DET eru erlendir sendikennarar án rannsóknaskyldu taldir með, sem skýrir að hluta lægra meðaltal í þeirri deild.

 

 

 • DET: Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda
 • GTD: Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
 • ÍMD: Íslensku- og menningardeild
 • SHD: Sagnfræði- og heimspekideild
 • HUG: Hugvísindasvið
 • SÁM: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • HÍ: Háskóli Íslands
 • FÉL: Félagsvísindasvið
 • HEIL: Heilbrigðisvísindasvið
 • MENNT: Menntavísindasvið
 • VON: Verk- og náttúruvísindasvið
 • STOFN: Stofnanir Háskóla Íslands
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is