Reglur rannsóknastofa

 

Við Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands hafa verið stofnaðar þrjár rannsóknastofur: Rannsóknastofa um framúrstefnu, Rannsóknastofa í hugrænum fræðum og Rannsóknastofa í minni og bókmenntum.
Sjá nánar á síðu stofnunarinnar.

Máltæknisetur starfar innan vébanda Málvísindastofnunar: Setrið er samstarfsvettvangur Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um rannsóknir og þróunarstarf á sviði máltækni. Setrið efnir til samstarfs við aðra aðila eftir því sem tilefni er til.
Reglur fyrir Máltæknisetur.

Miðaldastofa starfar innan vébanda Hugvísindastofnunar, en aðild að henni eiga allir þeir sem stunda rannsóknir í miðaldafræðum við Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Reglur fyrir Miðaldastofu.

Rannsóknastofa í fornleifafræði starfar innan vébanda Hugvísindastofnunar en aðild að henni eiga fastráðnir kennarar, nýdoktorar og doktorsnemar í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
Reglur fyrir Rannsóknastofu í fornleifafræði.

Rannsóknastofa í máltileinkun (RÍM) starfar innan vébanda Hugvísindastofnunar. Hún byggist á samstarfi Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Tungumálamiðstöðvar HÍ og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Reglur fyrir Rannsóknastofu í máltileinkun.

Rannsóknastofu í smásögum og styttri textum (STUTT) starfar innan vébanda Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Reglur fyrir Rannsóknastofu í smásögum og styttri textum.

Rannsóknastofa í táknmálsfræði starfar innan vébanda Málvísindastofnunar. Hún byggist á samstarfi Málvísindastofnunar Háskóla Íslands og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskerta.
Reglur fyrir Rannsóknastofu í táknmálsfræði

Vigdísarstofnun starfar innan vébanda Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Sjá nánar á síðu Vigdísarstofnunar.

Þýðingasetur starfar innan vébanda Hugvísindastofnunar.
 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is