Ritgerðarskil og vörn

Doktorsnámi lýkur með ritgerð sem er varin við opinbera athöfn. Mikilvægt er að skila ritgerð vel prófarkalesinni og frágenginni að öllu leyti. Eins er mikilvægt að búa sig vel undir sjálfa doktorsvörnina.

Athugið að reglum um doktorsnám var nýlega breytt og ekki er lengur krafist prentaðra eintaka.
Hér til hliðar eru eldri leiðbeiningar um doktorsritgerðina og frágang hennar (líka nákvæmar leiðbeiningar um hvernig skuli ganga frá ritgerð til prentunar), um undirbúning fyrir vörn, hlutverk andmælenda og hvernig bregðast skuli við athugasemdum þeirra í aðdraganda doktorsvarnar og um doktorsvörnina sjálfa. Vinsamlegast hafið samband við Maríu Gestsdóttur til að fá upplýsingar um núgildandi reglur.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is