Ritið 1/16

Ritið 1. hefti, 16. árgangur - 2016

Guðrún Elsa Bragadóttir: ,Að kjósa að sleppa því.‘ Olíuleit, aðgerðaleysi og hinsegin möguleikar 

Undanfarin ár hefur færst í aukana að umhverfissinnar biðli til ríkisstjórna og stór- iðjufyrirtækja um að hætta við gróðavænlegar framkvæmdir sem myndu fela í sér verulegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Í greininni er fjallað um þessar andkapítalísku kröfur um ‚aðgerðaleysi‘ í samhengi við olíuleitina sem á sér stað á Dreka- svæðinu. Enda þótt olíuleitin sem farið hefur fram út af norðausturströnd Íslands síðan árið 2013 hafi mætt lítilli mótstöðu stjórnmálaafla í landinu, stigu bæði hópar og einstaklingar fram sem lögðu til að íslensk stjórnvöld slepptu framkvæmdunum,gjarnan með vísan til áreiðanlegustu vísinda um hnattræna hlýnun og hlut olíu í vandanum. Sótt er í skrif ítalska heimspekingsins Giorgio Agamben til að varpa ljósi á mikilvægi „aðgerðaleysis“ á Drekasvæðinu, þótt það samrýmist síður en svo rökvísi kapítalisma og nýfrjálshyggju. Það að biðja ráðamenn eða fyrirtæki um að láta skammtímagróðasjónarmið lönd og leið felur í sér ósk um að viðkomandi reyni ekki lengur að gangast upp í þeim kröfum um gróða og stöðugan vöxt sem ríkja í kapítalískum neyslusamfélögum. Leitað er lausna í hinsegin fræðum í lokahluta greinarinnar, þar sem tekist verður á við það að fræðileg greining á loftslagsvandanum og orsökum hans virðist ekki nægja til að brugðist sé við honum. Er þar fyrst og fremst unnið með skrif Eve Kosofsky Sedgwick um það hvað fræðin geti gert til að hafa áhrif á heiminn og kenningar J. Jack Halberstam um gildi þess ‚að mistakast‘ samkvæmt ríkjandi viðmiðum þegar mikið liggur við.
 
Lykilorð: olíuleit, Drekasvæðið, hinsegin fræði, andóf
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is