Ritið 1/16

Ritið 1. hefti, 16. árgangur - 2016

Magnús Örn Sigurðsson: „Ýttu á hnappinn. Bjargaðu hnettinum.“ Frásagnir, nýfrjálshyggja og villandi framsetning loftslagsbreytinga

Umræða um loftslagsmál hefur lengst af einkennst af deilum milli þeirra sem afneita loftslagsbreytingum og þeirra sem hafa áhyggjur af vandanum og vilja bregðast við honum. Nú eru slíkar deilur ekki eins áberandi og virðist sem æ sterkari staða vísindalegrar þekkingar á loftslagsbreytingum hafi stuðlað að tilfærslu frá afneitunarfrásögnum.
Í greininni eru færð rök fyrir slíkri tilfærslu í átt að fyrirferðarmikilli frásögn sem hverfist um tæknilausnir við loftslagsvandanum. Hin tæknimiðaða lausnarfrásögn er greind innan þriggja áhrifamikilla orðræða í bandarískri umræðu með því að taka til skoðunar myndskeið af vefnum, framleidd af stjórnmálahreyfingum, fyrirtækjum og sjálfseignarstofnunum.
Sýnt er fram á að frásögnin gefi villandi mynd af loftslagsbreytingum og grafi undan alvarleika vandans. Lagt er því til að aukna framleiðslu lausnarfrásagnarinnar skuli síður skoða sem tákn um dvínandi afneitun loftslagsbreytinga og frekar sem umritun afneitunarfrásagna svo þær falli betur að vísindalegri þekkingu. Enn fremur er lausnarfrásögnin skoðuð í samhengi samtímakenninga um nýfrjálshyggju sem birtingarmynd þeirrar hugmyndafræði.
 
Efnisorð: Loftslagsbreytingar, nýfrjálshyggja, tæknilausnir, framfaragoðsögnin, loftslagsafneitun, frásagnarfræði, myndskeið, orðræða, Bandaríkin
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is