Ritið 1/16

Ritið 1. hefti, 16. árgangur - 2016

Sólveig Anna Bóasdóttir: Trú og loftslagsbreytingar. 

Kristin trú hefur haft afgerandi hugmyndafræðileg áhrif á vestrænan skilning á manni, heimi og náttúru. Um það vitna nýlegar yfirlýsingar kristinna trúarsamtaka sem settar voru fram í aðdraganda COP21 í París 2015. Orðræða yfirlýsing- anna, sem kallast á við eldri trúarlega orðræðu um náttúruvernd og umhverfismál, snýst í meginatriðum um endurskoðun hefðbundinnar náttúrusýnar og mannskiln- ings. Maðurinn, skapaður í mynd Guðs, er ekki kóróna sköpunarverksins í þeirri merkingu að hann hafi einn eigið gildi innan sköpunarverks Guðs. Náttúran er hluti sköpunarverks Guðs, hún er jafningi og meðbróðir mannsins sem þarf að umgangast með varúð og virðingu jafnframt því að huga að komandi kynslóðum. Mannmiðlægni hefðbundinnar kristinnar siðfræði þarf því að umbreytast í líf- og guðsmiðaða kristna umhverfissiðfræði. Siðfræði auðmýktar, hófsemi og þakklætis er sameiginlegur siðferðisboðskapur allra hinna kristnu yfirlýsinga.

 
Lykilorð: Kristin trúarsamtök, sköpunarverkið, kristin umhverfissiðfræði, mannskilningur, náttúrusýn
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is