Ritið 1/17

Ritið 1. hefti, 17. árgangur - 2017

Gísli Magnússon: Bannhelgi hins andlega? Dulspekihefðin sem lykill að Den stille pige eftir Peter Høeg 

Árið 2006 sendi Peter Høeg frá sér nýja skáldsögu, Den stille pige (Hljóða stúlkan). Í kjölfarið túlkuðu bókmenntagagnrýnendur – í Danmörku sem og í fræðaheiminum almennt – skáldsöguna sem vafasaman boðskap andlegs predikara. Auk þess var samband Høegs við andlega hugsuðinn Jes Bertelsen gagnrýnt, vegna þess að Høeg var álitinn málpípa gúrús. Hvorki þessi greining né lýsingin á Høeg sem fulltrúa nýaldarhreyfingarinnar lætur þó skáldsögu Høegs njóta sannmælis. Með því að líta nánar á þekkingarfræði og hugsanamynstur dulspekinnar gefst færi á að skilja þær orðræður sem liggja skáldsögunni til grundvallar. Skáldsöguna er hægt að greina sem mikilvægt verk í sjálfu sér og ekki sem dæmi um ranga eða öfugsnúna heimsmynd. Dulspekin er tertium comparationis, sem sýnir að bæði Høeg og Bertelsen eru hluti af mun víðtækari hreyfingu.

Lykilorð: Dulspeki, andlegar hefðir, Peter Høeg, Jes Bertelsen, femínismi

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is