Ritið 2/16

Ritið 2. hefti, 16. árgangur - 2016

Gunnar Theodór Eggertsson: Dýrslegar nautnir. Nokkrar hugleiðingar um dýrahneigð og dýraklám

„Dýrslegar nautnir“ byggir á rannsóknum höfundar tengdum dýrasiðfræði almennt sem færðu hann óbeint inn á braut dýrakláms út frá siðfræðilegum vinklum. Greinin er yfirlit um undirgeira dýra- og klámfræða sem hefur lítið verið skoðaður og fáir þekkja til. Sérstök áhersla er lögð á dýrasiðfræðina og samhliða því er reynt að velta fram ólíkum hliðum á þessu flókna máli í von um að varpa nokkru ljósi á efnið. Fyrri hluti greinarinnar skoðar hugmyndir um dýrahneigð og hvernig dýrasiðfræðin hefur tekið á málinu, einkum í tengslum við fræga og umdeilda grein nytjastefnuspekingsins og dýrasiðfræðingsins Peter Singers frá 2001. Síðari hluti greinarinnar skoðar dýraklám á veraldarvefnum, hvaða dýrategundir birtast helst og hvernig framsetning dýranna fer fram. Saman mynda hlutarnir tveir ákveðna heild út frá hugmyndum um húsdýrahald almennt og skoðar dýraklámið sem hluta af kerfisbundinni nýtingu á líkömum dýra í samfélaginu.
 
Lykilorð: dýr, klám, dýrahneigð, dýraklám, dýrafræði, dýrasiðfræði, heimspeki, kynjafræði, kynfræði
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is