Ritið 2/16

Ritið 2. hefti, 16. árgangur - 2016

Hjalti Hugason: Leit að viðmiðum í siðaskiptasögu Íslendinga

 
Í greininni er glímt við ýmsar spurningar sem lúta að því hvenær íslenska þjóðin hafi orðið lúthersk. Í framhaldi verður vakin sú spurning hvort þjóðin geti enn talist lúthersk og ef svo skyldi ekki reynast hvenær hún hafi þá hætt að vera það.
Í fyrri hluta greinarinnar er beitt lýsandi aðferð í leit að svari við því hvenær hið lútherska skeið hefjist í sögu Íslendinga. Í síðari hlutanum er beitt aðferðum sem frekar geta kallast greinandi. Þar er m.a. glímt við spurninguna: Hvað er að vera lúthersk þjóð, lútherskt samfélag eða lútherskt ríki?
Niðurstaða höfundar er að siðaskiptin hafi gengið hér yfir í nokkrum bylgjum á mismunandi sviðum og að þau hafi því falist í langri, stigskiptri þróun. Hér er niðurstaðan sú að einhvern tímann á tímabilinu frá síðari hluta 16. aldar til fyrri hluta þeirrar 17. megi líta svo á að Íslendingar hafi í flestu tilliti orðið lúthersk þjóð. Þá telur höfundur að hinu lútherska skeiði í sögu þjóðarinnar sé þegar lokið á ýmsum sviðum. Litið er svo á að lútherska skeiðið hafi staðið frá um 1600 og fram undir 2000 og að tími einveldisins marki þar ákveðna sérstöðu.
 
Lykilorð: Kirkjusaga, siðaskipti, Lútherstrú, trúarfélagsfræðileg þróun
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is