Ritið 2/16

Ritið 2. hefti, 16. árgangur - 2016

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir: „ómstríður taktur kvikra strengja“

Um Hin hálu þrep Bjarna Bernharðs og sitthvað sem þeim tengist
Er vestræn menning skitsófren? Hvað vita menn um skitsófreníu og eru þeir sem hafa greinst með hana færir um að tjá sig í samfelldri frásögn? Spurningum af þessu tagi er meðal annars varpað upp í greininni sem snýst þó einkum um sjálfsævisögu Bjarna Bernharðs, Hin hálu þrep. Lífshlaup mitt (2015). Sú saga er fyrir margra hluta sakir sérstæð enda er hún saga manns sem ungur var greindur með geðklofa. Frásögn hans er marghátta (e. multimodal) og lýsir lífshlaupi sem samræmist ekki beinlínis ríkjandi hugmyndum um borgaralega meðalhegðun: Sagt er frá sýrutrippum og neyslu sveppa, ofskynjunum og alvarlegum geðrofsköstum og reyndar morði sem afleiðingu eins þeirra. Í greininni er rætt stutttlega um ólíka afstöðu fræðimanna til skitsófreníu; því næst er drepið á sjálfsævisöguleg skrif sem menningarfyrirbæri og dregin fram ákveðin megineinkenni Hinna hálu þrepa, til að mynda gerð grein fyrir hvernig sjálft sköpunarferlið lýsir af ýmsum hliðartextum hennar. Þá eru valdir hlutar bókarinnar greindir í ljósi margvíslegra fræðiskrifa og hugað að hvaða áhrif hún hafi eða kunni að hafa á lesendur. Loks skýrir greinarhöfundur nánar afstöðu sína til Hinna hálu þrepa og ræðir líka breytta afstöðu Bjarna Bernharðs til þeirrar sjúkdómsgreiningar er hann fékk á sinni tíð.
 
Lykilorð: Skitsófrenía, menning/einstaklingur, ævisöguskrif, marghátta frásögn, sjúkdómsvæðing
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is