Ritið 2/16

Ritið 2. hefti, 16. árgangur - 2016

Markus Meckl og Stéphanie Barillé: Nýjir íbúar Norðursins. Hamingja og vellíðan meðal innflytjenda á Akureyri

Greinin fjallar um reynslu og upplifun á hamingju og vellíðun hjá innflytjendum á Akureyri. Í henni segir frá rannsókn þar sem notaðar eru mannfræðilegr greiningaraðferðir og orðræðugreining til að kanna ástæður mikillar ánægju meðal innflytjenda í þessum norræna bæ. Fjallað er um þrjár meginástæður sem innflytjendur tilgreina fyrir ánægju sinni: Efnislegt og náttúrulegt umhverfi sem hefur í för með sér félagslega friðsæld, hugmyndir um mögulegan persónulegan og fjárhagslegan ávinning og gagnkvæman skilning á íslenskum aðstæðum sem framkallar tilfinningu um jafnræði. Höfundarnir færa rök fyrir því að í þessu samhengi séu sterk tengsl milli hamingju og aðlögunar. Niðurstöðurnar gefa til kynna að aðlögun hafi verið árangursríkust hjá innflytjendum með mikið félagslegt auðmagn og að fólk grípi oft til einstaklingsbundinna aðferða til að aðlagast þar sem nærsamfélagið virðist gegna árangursríku hlutverki við aðlögun nýrra íbúa á hinu hugmyndalega og tilfinningalega sviði en ekki vera jafn skilvirkt á hinu hagnýta sviði.

Lykilorð: Hamingja, innflytjendur, vellíðan, aðlögun, ánægja

 

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is