Ritið 2/17

Ritið 2. hefti, 17. árgangur - 2017

Guðrún Elsa Bragadóttir: Af usla og árekstrum  Sálgreining í ljósi hinsegin fræða

Undanfarna áratugi hefur mikil og öflug fræðimennska farið fram á sviði sálgrein ingar og hinsegin fræða sem miðar að því að endurlesa sígilda texta sálgreiningarinnar frá sjónarhóli hinsegin kenninga. Segja má að þessi vinna hafi hafist með tímamótaverki Judith Butler, Kynusla, en í greininni er skoðað hvernig Butler endurskoðar kenningar sálgreiningarinnar frá hinsegin sjónarhorni í verkum sínum. Í því samhengi er rýnt í þær kenningar Sigmunds Freuds og Jacques Lacans sem Butler vinnur helst með, auk þess sem gagnrýni og umræðu um verk hennar meðal fræðafólks af sviði sálgreiningar eru gerð skil, en Tim Dean, Patricia Gherovici og Shanna Carlson eru þar mest áberandi. Í greininni er leitast við að svara því hvort – og þá hvernig – sálgreining og hinsegin fræði fari saman. Þeirri spurningu er ekki síst svarað í ljósi arfleifðar Butler, en verk hennar hafa hrundið af stað margbreytilegri fræðimennsku sem miðar fyrst og fremst að því að kanna fleiri möguleika til að hugsa um sálgreiningu í samhengi hinsegin veruleika.

Lykilorð: hinsegin fræði, sálgreining, Judith Butler, trans, kyn/kyngervi

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is