Ritið 2/17

Ritið 2. hefti, 17. árgangur - 2017

Soffía Auður Birgisdóttir: Hið „sanna kyn“ eða veruleiki líkamans? Hugleiðingar spunnar um frásögn af Guðrún Sveinbjarnardóttur

 
Útgangspunktur greinarinnar er stutt en merkileg frásögn Málfríðar Einarsdóttur af Guðrúnu Sveinbjarnardóttur (1831–1916). Þar er staðhæft að Guðrún hafi gengið
„með rangt ákvarðað kynferði alla ævi“ og jafnvel barnað aðra konu. Rýnt er í þær takmörkuðu heimildir sem tiltækar eru um Guðrúnu og fjallað um aðstæður hennar sem fráskilinnar konu á Íslandi á síðari hluta nítjándu aldar. Efasemdir um rétt ákvarðað kynferði Guðrúnar gefa tilefni til hugleiðinga um kröfuna um hið sanna kyn þar sem gengið er út frá því að kynin séu aðeins tvö. veruleiki margra líkama fellur ekki að slíkri kröfu og varpað er ljósi á umræðuna sem því tengist á ólíkum sviðum svo sem bókmenntum, sagnfræði og læknisfræði. Út frá sögusögnum um Guðrúnu er velt upp ýmsum möguleikum, til að mynda þeim að hún hafi verið með intersex kynbreytileika. Umræða um intersex er fremur skammt á veg komin í íslensku fræðasamhengi og því nokkuð ítarlega fjallað um það. Þá er ekki litið framhjá þeim möguleika að sögusagnir um að Guðrún hafi ekki verið „gerð sem aðrar konur“ séu einfaldlega slúður, sprottið af ‚karlmannlegu‘ útliti hennar og sjálfstæði.
 
Lykilorð: Kynjafræði, hinsegin fræði, intersex, slúður, kvennasaga
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is