Ritið 2/17

Ritið 2. hefti, 17. árgangur - 2017

Ásta Kristín Benediktsdóttir: Kyn(ngi)máttur  skáldskaparins. Hinsegin gjörningar í Man eg þig löngum eftir Elías Mar

 
Í íslenskri bókmenntaumræðu hefur yfirleitt lítið farið fyrir skáldsögunni Man eg þig löngum (1949) eftir Elías Mar en á allra síðustu árum hefur þó verið vakin athygli á því að staða hennar í íslenskri bókmenntasögu er nokkuð sérstök, þar sem hún er eitt af elstu skáldverkunum sem fjalla nokkuð augljóslega um persónur sem hneigjast að sama kyni. Í þessari grein eru samkynja langanir þriggja sögupersóna bókarinnar, Halldórs, Bóasar og Ómars, ræddar út frá því sem Eve Kosofsky Sedgwick nefnir hinsegin gjörningshátt: merkingarbærum gjörðum sem eru á skjön við gagnkynhneigð norm og nátengdar tilfinningunni skömm. við slíkan lestur kemur meðal annars í ljós að í skáldsögu Elíasar tengjast hinsegin kynverund og skáldskapur nán- um böndum. Með gjörningum á borð við lestur og skapandi skrif fá sumar persónurnar útrás fyrir samkynja langanir sínar og tilfinningar, öðlast skilning á þeim og eygja jafnvel von um líf án skammar og fordæmingar. Aðrar persónur leita ekki í skáldskap en eru þjakaðar af skömm og óhamingju. Í söguheimi Man eg þig löngum býr skáldskapurinn þannig yfir margvíslegum hinsegin möguleikum.
 
Lykilorð: hinsegin gjörningsháttur, skömm, samkynja langanir, Elías Mar, Man eg þig löngum
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is