Ritið 2/17

Ritið 2. hefti, 17. árgangur - 2017

Guðrún Steinþórsdóttir: „eins og ævintýri“ eða „glansmynd af horror“? Nokkrir þankar um viðbrögð lesenda við Frá ljósi til ljóss

 
Í greininni verður greint frá helstu niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar þar sem viðtökur við skáldsögunni Frá ljósi til ljóss (2001) eftir vigdísi Grímsdóttur voru kannaðar og þá einkum tilfinningaviðbrögð fólks og samlíðan. Í rannsókninni var tekið hópviðtal við þátttakendur þar sem þeir komu saman og ræddu upplifun sína af bókinni. Meðal þess sem kom í ljós var að sumum fannst sagan vera falleg ástarsaga og tengdu hana við ævintýri en aðrir töldu hana vera hryllingssögu. Gerð verður tilraun til að útskýra þessi ólíku viðbrögð með hliðsjón af hugrænum fræðum. Einnig verður fjallað um bókadóma um verkið til að kanna viðtökur enn frekar og í lokin sett fram túlkun og greining á ákveðnum atriðum sögunnar.
 
Lykilorð: Frá ljósi til ljóss, eigindlegar rannsóknir, tilfinningaviðbrögð, hugræn fræði, viðtökur
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is