Ritið 3/16

Ritið 3. hefti, 16. árgangur - 2016

Finnur Dellsén: Hlutdrægni í vísindum

Vanákvörðun, tilleiðsluáhætta og tilurð vísindakenninga
Ýmsir feminískir vísindaheimspekingar hafa fært rök fyrir því að hlutdrægni af ýmsu tagi hafi óeðlileg áhrif á niðurstöður vísindarannsókna. Áhrifamestu rökin fyrir þessu hafa verið af tvennum toga. Annars vegar hafa þau snúist um að hlutdrægar forsendur brúi bilið milli athugana og kenninga sem kennt er við „vanákvörðun“ vísindakenninga; hins vegar hafa þau gengið út á að hlutdrægir gildisdómar ákvarði hvenær rökin fyrir kenningu eru talin nægilega sterk til að samþykkja megi kenninguna. Í þessari grein verða færð rök fyrir því að hlutdrægni geti haft áhrif á niðurstöður vísinda með enn öðrum hætti. Í stuttu máli má segja að hlutdrægni geti orðið til þess að mikilvægum kenningum sé ekki veitt nægileg athygli til að þróa kenningarnar áfram og bera þær saman við athuganir. Sé þetta rétt gætum við þurft að endurskoða viðteknar hugmyndir um hvernig sé best að koma í veg fyrir óæskilega hlutdrægni í vísindum.
 
Lykilorð: Hlutdrægni í vísindum, hlutlægni vísinda, vanákvörðun vísindakenninga, tilleiðsluáhætta, tilurð vísindakenninga.
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is