Ritið 3/16

Ritið 3. hefti, 16. árgangur - 2016

Eiríkur Smári Sigurðarson: Í ljósi sögu og heimspeki. Tvær tegundir rannsókna á manninum

Í þessari grein er fyrsta saga sagnfræði og heimspeki sögð í gegnum notkun orðanna historía og filosofía frá upphafi í Forngrikklandi til fjórðu aldar f.o.t. Þá höfðu orðin öðlast sess sem nöfn á tveimur aðskildum – en umdeildum – fræðigreinum. Sérstök áhersla er lögð á hvernig orðin voru notuð gagnkvæmt til að skilgreina merkingu og áhrifasvæði hvors annars. Í gegnum túlkun texta eftir frumherja heimspekinnar, sófista, sagnaritara, lækna, heimspekinga og fleiri er gerð grein fyrir því hvernig saga og heimspeki eru í eðli sínu nátengd.
 
Lykilorð: Saga, heimspeki, fræðigreinar, hugtök, hugmyndasaga
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is