Ritið 3/16

Ritið 3. hefti, 16. árgangur - 2016

Stefán Snævarr: Viðtök og vísindi. Um Thomas Kuhn

Meginkenningar Thomasar Kuhns eru kynntar, túlkaðar og rökræddar í þessari grein, bæði þær sem hann setur fram í Vísindabyltingum og eins þeim sem síðar komu. Hugtök hans um viðtök (e. paradigm) og ósammælanleika (e. incommensurability) eru í brennidepli. Lögð er áhersla á tengsl Kuhns við Ludwig Wittgenstein. Líta megi á viðtök (e. paradigm) sem vísindalega málleiki. Einnig megi telja hugtakið um viðtök sem fjölskylduhugtak. Áhersla Kuhns á breytni sem grundvöll vísinda er skyld hugmynd Wittgensteins um virknishætti sem grundvöll máls og merkingar. Tekið er undir sumt af gagnrýni Donalds Davidson á hugmyndina um ósammælanleikann en sagt að hann hafi gengið of langt í gagnrýninni. Ekkert mæli gegn því að gera ráð fyrir hóflegum, óróttækum ósammælanleika. Að lokum kynnir höfundur sitt Gadamer-innblásna hugtak um vísinda-sjóndeildarhringi og tekur undir með þeim sem segja að upplýst dómgreind sé einn af burðarásum vísinda.
 
Lykilorð: Kuhn, viðtök, venjuvísindi, ósammælanleiki, vísindasjóndeildarhringir 
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is