Ritið 3/16

Ritið 3. hefti, 16. árgangur - 2016

Vera Knútsdóttir: Reimleikar í Reykjavík. Menningarlegt minni og borgarrými

Greinin kannar tengsl minnis og borgarrýmis í bókinni Reimleikar í Reykjavík (2013) sem er safn munnmælasagna um drauga í samtímanum. Draugasögurnar veita ný sjónarhorn á minnisstaði og flækja merkingu bygginga, gatna og annarra rýma í Reykjavík, sem hafa gildi í menningarlega minninu. Marglaga merkingarbærni minnisstaða undirstrikar hreyfanleika þeirra og minnir á að menningarlegt minni er aldrei kyrrstætt, heldur í stöðugri endurnýjun, endurskoðun og endurvinnslu. Reimleikar og sögur af draugum endurspegla gleymdar eða þaggaðar minningar, og gefa til kynna að menningarlegt minni einkennist samtímis og í grundvallaratriðum af því að muna og gleyma.

Lykilorð: Menningarlegt minni, reimleikar, gleymska, borgarrými, bókmenntir

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is