Ritið 3/16

Guðrún Steinþórsdóttir: „Af allri písl og kvalræði er Svartapísl verst því hún étur sálina“

Í greininni er skoðað hvernig rithöfundurinn Málfríður Einarsdóttir lýsir veikindum sínum, einkum þunglyndi, í annari bók sinni, Úr sálarkirnunni. Lýsingar Málfríðar á sjúkdómum sínum og sársauka einkennast mjög af líkingum. Gjarnan beitir hún árásarmyndmáli og stundum persónugerir hún veikindi sín. Skoðað verður sérstaklega hvernig hún lýsir Svörtupísl eða þunglyndi sínu og hvernig hún beitir húmor og íróníu til að vega upp á móti alvöru frásagnarinnar og vekja lesendur til umhugsunar. Í greiningu er sótt til hugrænna fræða.

Lykilorð: Írónía, þunglyndi, líkingar, hugræn fræði, Málfríður Einarsdóttir

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is