Ritver Hugvísindasviðs

Ritver Hugvísindasviðs þjónar öllum nemendum HÍ, óháð námsgrein og námsstigi. Á heimasíðu ritversins geta nemendur bókað viðtalsfundi í stofu 005 í Nýja-Garði og á annarri hæð í Þjóðarbókhlöðunni en starfsemin þar er í samstarfi við Ritver Menntavísindasviðs. Flestir viðtalsfundir ritversins eru 60 mínútur en einnig er boðið upp á 30 mínútna fundi til að leysa ýmis tæknileg vandamál sem tengjast ritgerðaskrifum (EndNote, sniðmát, ritvinnsla og fleira).

Flestir ráðgjafar ritversins eru framhaldsnemar við HÍ en ef doktorsnemar óska þess sérstaklega að eiga samtal við ráðgjafa sem hefur skrifað doktorsritgerð eru þeir vinsamlegast beðnir að senda ritverinu tölvupóst á netfangið ritver@hi.is. Það sama gildir ef doktorsnemar vilja fá ráðgjöf um styrkumsóknir í rannsóknasjóði.

Í ritverinu geta doktorsnemar rætt um fræðileg viðfangsefni sín út frá ýmsum almennum atriðum, t.d. rannsóknarspurningu, kaflaskiptingu, heimildanotkun, aðferðafræði og fleiru. Slíkt samtal getur gagnast doktorsnemum á margvíslegan hátt og ætti að vera góð viðbót við þá sérfræðilegu leiðsögn sem hægt er að fá hjá leiðbeinendum og kennurum.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is