Rósa María Hjörvar

Tölvupóstfang: rmh2@hi.is

 

Doktorsnám: Almenn bókmenntafræði

 

Leiðbeinandi: Gunnþórunn Guðmundsdóttir

 

Heiti doktorsverkefnis: Reiði í íslenskum samtímabókmenntum

 

Um doktorsverkefnið:

 

Er reiði algild hegðun háð ákveðnu tilfinningalegu samhengi? Eða er hún bundin við sértækar menningaraðstæður? Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á hvaða tilgangi birtingarmynd reiði þjóna í íslenskum samtímabókmenntum í samhengi við greiningaraðferðir eftirlendufræða og menningarfræða og setja það í samhengi við þá umræðu um reiði sem fer fram á alþjóðavettvangi. 

 

Það fýkur í Diljá á fyrstu blaðsíðum Vefarans mikla frá Kashmír, og allt frá því hafa margar íslenskar skáldsögur einkennst af reiði, hvort sem það er pirringurinn í Tómasi Jónssyni, þvermóðska Bjarts í Sumarhúsum eða skyndileg heift sögumanns hjá Braga Ólafssyni. Þessi reiði á sér sögulega fyrirmynd í Íslendingasögunum, þar sem reiði er jafnvel talin til mannkosta, ólíkt því sem þekkist til dæmis í fornsögum Grikkja eða Biblíunni.

 

Markmið verkefnisins er að skoða þessa reiði frá öllum hliðum í mismunandi samhengi út frá ólíkum greiningaraðferðum, þar á meðal eftirlendustefnu. Lykilspurningar verða: Hver er fagurfræði reiðinnar? Hvaða tilgangi þjónar hún í framvindu? Hvaða viðtökur fær hún? Er hægt að tala um eiginlega reiðimenningu?

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is