Skafti Ingimarsson

Tölvupóstfang:ski2@hi.is 

 

Doktorsnám: Sagnfræði

 

Leiðbeinandi: Valur Ingimundarson

 

Heiti doktorsverkefnis: Kommúnistahreyfingin á Íslandi

 

 

 

Um doktorsverkefnið: 

 

Verkefnið fjallar um upphaf og þróun kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi á tímabilinu 1918–1968. Saga hreyfingarinnar er rannsökuð í ljósi íslenskrar þjóðfélagsþróunar og alþjóðlegra hugmyndastrauma. Skoðað er úr hvaða jarðvegi hreyfingin var sprottin, kannað hverjir studdu hana og hvers vegna og sýnt hvernig fámennum hópi kommúnista tókst að gera flokk sinn að fjöldahreyfingu, ólíkt því sem gerðist í nágrannalöndum. Rannsóknin beinist einkum að skipulagi og daglegu starfi íslenskra kommúnista, ólíkt flestum fyrri rannsóknum, sem leggja megináherslu á tengsl íslenskra kommúnista við Sovétríkin á millistríðs- og kaldastríðsárunum. Hér vegur þyngst viðamikil lýðfræðileg greining á tæplega 2800 skráðum félögum í Kommúnistaflokki Íslands (1930–1938) og Sameiningarflokki alþýðu – Sósíalistaflokknum (1938–1968). Greiningin er hin fyrsta sinnar tegundar á félagaskrám íslenskra stjórnmálaflokka og varpa nýju ljósi á samfélagslega stöðu flokksmanna og félagasamsetningu flokkanna tveggja. Verkefnið er hluti af verkalýðs- og stjórnmálasögu Evrópu, sem hefur útbreiðslu jafnaðarstefnu og kommúnisma á 19. og 20. öld að viðfangsefni.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is