Föstudagur 5. mars kl. 15-17 Stofa 050 Í málstofunni verður gripið niður í íslenska barnabókmenntasögu á fjórum stöðum og spurt um söguskilning og sjálfsskilning þeirra. Einnig verður fjallað um bull og brall í ljóðum og myndum fyrir börn og spurt um fagurfræði barnaefnis.
Dagný Kristjánsdóttir: Ánauðug húsdýr í nýlendu Dana ... Um sögulegar skáldsögur fyrir börn og unglinga
Helga Birgisdóttir: Röskir strákar og ráðsnjallir eða ragir og ráðalausir? Strákaímyndin í íslenskum bernskuminningum
Olga Holownia: Öfugumeginframúrstefnuljóðlist bragara bjagara. Er bull bara bull? Um íslensk „bullljóð“ (none-sense) ljóð fyrir börn
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir: Ráðsnjallar ömmur með skotthúfu og lóð. Ömmur í myndabókum
Fundarstjóri: Dagný Kristjánsdóttir, prófessor