Speglanir í fornum textum

Laugardagur 6. mars kl. 10.30-12 Stofa 050 Frá aldaöðli hefur verið gripið til samlíkingar við spegilinn til að lýsa því sem gerist í bókmenntaverkinu. „Skuggsjár“ voru vinsæl bókmenntategund á miðöldum þar sem steypt var saman öllu því helsta sem höfðinginn átti að kunna til að geta mótað sig að hlutverki sínu í samfélaginu. Á öndverðri 19. öld líkir Stendhal skáldsögunni við spegil sem gengið er með eftir veginum og sýnir heiminn eins og hann er. Nútíminn er uppteknari af ummyndunum og tálsýnum spegilsins. Við mótum okkar framan við spegilinn, hann segir okkur frá veruleikanum, en jafnframt blekkir hann og afmyndar. Þessar þrjár víddir í afstöðu okkar til spegilsins má einnig greina í textum frá íslenskum miðöldum og verða til umræðu í málstofunni.

Torfi H. Tulinius: Spegillinn Egill. Íslendingasögur og kynslóðirnar •      
Ármann Jakobsson: Konan, sverðið og draugurinn • 
Helga Kress: Er hægt að paródera paródíu? Um sjálfspeglanir og spéspeglanir í

Fóstbræðrasögu og Gerplu

Fundarstjórar: Helga Kress, prófessor emeritus og Torfi H. Tulinius, prófessor

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is