Styrkir til meistaranema í íslenskum miðaldafræðum

(English below.) Auglýst er eftir umsóknum til að vinna að tveimur meistaraprófsritgerðum í íslenskum miðaldafræðum undir leiðsögn einhvers af eftirtöldum kennurum: Ármanns Jakobssonar prófessors, Ásdísar Egilsdóttur prófessors, Terry Gunnell prófessors eða Torfa H. Tulinius prófessors.

Um er að ræða styrk í tvo mánuði fyrir hverja ritgerð, 420 000 kr. með launatengdum gjöldum. Verkefnin sem um ræðir eru hluti af rannsóknaverkefninu „Tekist á við yfirnáttúruna á Íslandi á miðöldum“ sem fékk styrk frá Rannsóknasjóði Rannís í desember 2011. Meistaraverkefnunum er lýst á eftirfarandi hátt í umsókn:

1.     Fylgjur: Verkefnið snýst um fylgjur í íslenskum miðaldatextum.

2.     Útfarir, dauðinn og rými grafarinnar: Verkefnið snýst um útfarir sem ‘leik’ og hvernig útfarir og grafir sýna mót tveggja heima og færslu þeirra á milli; hér má beina sjónum bæði að ritheimildum og fornleifum.

Umsækjendur skulu helst vera meistaranemar í íslenskum bókmenntum, íslenskum fræðum, íslenskum miðaldafræðum, medieval Icelandic studies, miðaldafræðum, norrænni trú, sagnfræði eða þjóðfræði, en umsóknir frá nemendum í skyldum greinum verða einnig athugaðar. Gögn sem staðfesta námið skulu fylgja umsókninni ásamt stuttri greinargerð (250-400 orð) um hugðarefni umsækjanda. Enn fremur skal hver umsækjandi senda inn: 1. Ítarlega starfsferilsskrá – þar með talið staðfesta námsferilskrá við háskóla og ritaskrá. 2. Helstu rit á sviðinu, þ.m.t. námsritgerðir. 3. Tvö meðmælabréf send beint frá þeim sem gefur meðmælin til Ármanns Jakobssonar, prófessors.

Gögn skulu merkt „Meistaranám – Tekist á við yfirnáttúruna“ og send Hugvísindasviði, b.t. Eiríks Smára Sigurðarsonar, Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, 101 Reykjavík, fyrir 15. mars 2014. Frekari upplýsingar veitir Ármann Jakobsson (armannja@hi.is) eða Eiríkur Smári Sigurðarson (esmari@hi.is).

 

ENGLISH

 

Grants for MA-students in Icelandic Medieval Studies

 

Applications for two grants are advertised to work on MA-theses in Icelandic medieval studies under the supervision of one of the following professors: Ármann Jakobsson, Ásdís Egilsdóttir, Terry Gunnell or Torfi H. Tulinius.
The grant amounts to about two months salary, 420 000 ISK (including employment related costs). The studies will form a part of the research project “Encounters with the paranormal” which has a grant from Rannís for the years 2012-14. The short descriptions of the research projects are as follows:

  1. Fylgjur: The student, will be focusing on “deamons” in medieval Icelandic literature.
  2. Funerals, the dead and the grave space: The student, writing on funerals from the viewpoint of ‘performance’ will be focusing on how funerals and graves (as represented in both narrative and archaeological finds) represent an encounter/ transaction between worlds.

The applicants should be MA-students in Icelandic literature, Icelandic studies, Icelandic medieval studies, MIS or VMN, medieval studies, Nordic religion, history or folklore but applications from related programmes will also be considered. The application should be accompanied by data verifying the present studies along with a short essay (250-400) about the student‘s scholarly interests. In addition the student must submit: 1. Detailed CV with confirmation of completed studies; 2. Most important work in the field, including student essays; 3. Two letters of reference sent directly from the referee to professor Ármann Jakobsson.
The application should be marked “Meistaranám – Tekist á við yfirnáttúruna” and sent to
Hugvísindasvið, b.t. Eiríks Smára Sigurðarsonar, Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, 101 Reykjavík no later than 15 March 2014. For further information contact Ármann Jakobsson (armannja@hi.is) or Eiríkur Smári Sigurðarson (esmari@hi.is).

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is