Styrkir til meistaranema í málvísindum/íslenskri málfræði og sálfræði

(English below)

Auglýst er eftir umsóknum um tvo styrki til að vinna sem aðstoðarmenn í rannsóknarverkefninu „Heili og tungumál: taugamálfræði og samspil setningagerðar og merkingar í íslensku“ (verkefnisstjóri: Matthew Whelpton, dósent í enskum málvísindum) sem styrkt er af Rannsóknasjóði RANNÍS til þriggja ára frá og með 1. janúar 2016.

Styrkirnir eru fyrir meistaranema (nemar sem hafa verið samþykktir í meistaranám haustið 2016 geta sótt um). Um er að ræða tvo fulla styrki. Annar styrkurinn er í 8 mánuði og hinn í 12 mánuði. Nánar um styrkina:

 • Styrkur 1: 4 mánuðir 2016 september-desember): 330.000 kr. (með launatengdum gjöldum) á mánuði; 4 mánuðir 2017 (janúar-apríl): 340.000 kr. (með launatengdum gjöldum) á mánuði; SAMTALS: 2.680.000 kr.

 • Styrkur 2: 4 mánuðir 2016 (september-desember): 330.000 kr. (með launatengdum gjöldum) á mánuði; 8 mánuðir 2017 (janúar-ágúst): 340.000 kr. (með launatengdum gjöldum) á mánuði; SAMTALS: 4.040.000 kr.


Ætlast er til að aðstoðarmennirnir taki fullan þátt í verkefninu, þar á meðal við að:

 • þróa áreiti í tilraunum

 • læra að aðstoða við tilraunir (þar á meðal við heilaritun, einstaklingsmiðaðan lestur og merkingarýfingu)

 • sjá um framkvæmd tilrauna og kannana

 • taka þátt í umræðum um viðeigandi málfræðigreiningu á íslenskum dæmum

 • finna viðeigandi íslenskar málfræðiheimildir

 • safna dæmum þau málfræðifyrirbæri sem á að kanna


Aðstoðarmennirnir eiga að sækja tvö námskeið í taugamálvísindum skólaárið 2016-17 (ENS301F Inngangur að taugamálvísindum; ENS227F Hvernig á að nota heilaritun í málvísindum) og eru hvattir til að skrifa lokaritgerð um efni sem tengist verkefninu.

Umsækjendur skulu hafa íslensku að móðurmáli og hafa menntun annað hvort í málvísindum/íslenskri málfræði eða sálfræði og áhuga á að kynna sér rannsóknaaðferðir á hinu fræðasviðinu. Eftirfarandi skjöl skulu fylgja umsókn: 1) Staðfesting á námi og námsferli og 2) ferilskrá. Gögn skulu merkt „MA Neuro“ og send Hugvísindasviði, b.t. Eiríks Smára Sigurðarsonar, Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, 101 Reykjavík fyrir 15. júní 2016.  Frekari upplýsingar um rannsóknarviðfang og efnistök veitir Matthew Whelpton (whelpton@hi.is) en fyrir upplýsingar um umsóknarferli eða styrkinn hafið samband við Eirík Smára Sigurðarson (esmari@hi.is).


Grants for MA students in Icelandic/general linguistics and psychology

Applications are invited for two grants to work as a research assistant in the project “Brain and language: neurolinguistics and the syntax-semantics interface in Icelandic” (Principal Investigator: Matthew Whelpton, Associate Professor of English Linguistics), which received three-year funding from the Icelandic Research Fund (RANNÍS) in 2016.

The grants are intended for masters students (those who have have been accepted for masters studies from the fall semester 2016 may also apply.) Both grants are full grants, the first for 8 months, the second for 12 months, specifically:

 • Grant 1: 4 months in 2016 (September-December) at 330,000 ISK (including employment related costs) per month; 4 months in 2017 (January-April) at 340,000 ISK (including employment related costs) per month; TOTAL: 2,680,000 ISK

 • Grant 2: 4 months in 2016 (September-December) at 330,000 ISK (including employment related costs) per month; 8 months in 2017 (January-August) at 340,000 ISK (including employment related costs) per month; TOTAL: 4,040,000 ISK

The assistants will be expected to participate fully in the project, including:

 • Developing experimental stimuli

 • Learning to assist with the running of experiments (including EEG, self-paced reading and semantic priming)

 • Administrating the running of experiments and experimental surveys

 • Discussing the appropriate grammatical analysis of Icelandic examples

 • Finding scholarly resources in Icelandic linguistics

 • Collecting examples of target grammatical phenomenaThe assistants should attend two masters courses in neurolinguistics in the academic year 2016-7 (ENS301F Introduction to Neurolinguistics; ENS227F How to Use Electroencephalography in Linguistics) and are encouraged to write a final thesis related to the project.

The applicants should be native speakers of Icelandic with a background in either Icelandic/general linguistics or psychology and a willingness to learn the methods of the other field. The following documents should be included with the application: 1) transcript of graduate studies and 2) curriculum vitae. The application should be marked “MA Neuro” and sent to the School of the Humanities: Hugvísindasvið, b.t. Eiríks Smára Sigurðarsonar, Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, 101 Reykjavík no later than 15th June 2016.  For further information on the project please contact Matthew Whelpton (whelpton@hi.is) and for information on how to apply or details of the grant please contact Eiríkur Smári Sigurðarson (esmari@hi.is).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is