Styrkur til meistaranema í bókmenntafræði

(English below.)

Auglýst er eftir umsóknum um styrk til að vinna að meistaraprófsritgerð í almennri bókmenntafræði á vormisseri 2015 undir leiðsögn Sif Ríkharðsdóttur, dósents í almennri bókmenntafræði, í tengslum við rannsóknarverkefnið „Ómur tilfinninga í miðaldabókmenntum“ sem styrkt er af Rannsóknasjóði RANNÍS til þriggja ára frá og með 1. júlí 2013.

Um er að ræða fullan styrk, 210.000 kr. með launatengdum gjöldum á mánuði í fjóra mánuði, þ.e. alls 840.000 með launatengdum gjöldum yfir misserið. Verkefnið skal snúast hvort heldur um tilfinningar í miðaldabókmenntum eða um aðferðafræðilega nálgun á tilfinningar í bókmenntum almennt.  Meðal annars má taka fyrir tilfinningar og rödd, tíma og minningar í tengslum við tilfinningamiðlun eða –skynjun, mörkin milli tilfinninga í texta og veruleika þeirra í huga lesandans og sögulegt afstæði tilfinninga.  Stutt lýsing á rannsóknarverkefninu sjálfu er að finna hér að neðan:

Í rannsóknarverkefninu „Ómur tilfinninga í miðaldabókmenntum“ verður fjallað um hin margbreytilegu tengsl milli þeirrar raddar sem lesandinn nemur og þeirra tilfinninga sem sú rödd miðlar. Rannsóknarverkefnið er margþætt að því leyti að það beinist að samhengi milli tilfinninga og tjáningar þeirra, en einnig að hlutverki tíma og minninga í skilningi á miðlun tilfinninga í bókmenntum. Leitast verður meðal annars við að svara eftirfarandi spurningum: Hvernig getum við skilið tilfinningar þar sem þær eru að vissu leyti menningarbundnar og því mótaðar af bæði tíma og stað? Hvernig geta raddir miðaldabókmennta vakið tilfinningar þegar þær voru frá upphafi aðeins texti, þ.e. ímyndaður veruleiki sem skapaður er úr orðum? Rannsókn á tilfinningum í textum felur á endanum í sér vangaveltur um þær siðvenjur sem liggja til grundvallar hegðunarmynstrum innan mismunandi menningarheima, hvort heldur er í nútíð eða fortíð.

Umsækjendur skulu helst vera meistaranemar í almennri bókmenntafræði, en umsóknir nemenda úr skyldum greinum verða einnig teknar til greina.  Eftirfarandi skjöl skulu fylgja umsókn: 1) Staðfesting á námi og námsferill, 2) ferilskrá og 3) stutt greinargerð (250-400 orð) þar sem viðkomandi meistaraverkefni er lýst.  Mikilvægt er að fram komi hvernig áætlað meistaraverkefni tengist rannsóknarverkefninu.  Tvö önnur meistaraverkefni eru í vinnslu í tengslum við verkefnið.

Gögn skulu merkt „Meistaranám-Ómur tilfinninga“ og send Hugvísindasviði, b.t. Eiríks Smára Sigurðarsonar, Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, 101 Reykjavík fyrir 1. desember 2014.  Frekari upplýsingar um rannsóknarviðfang og efnistök veitir Sif Ríkharðsdóttir (sifr@hi.is) en fyrir upplýsingar um umsóknarferli eða styrkinn hafið samband við Eirík Smára Sigurðarson (esmari@hi.is).

 

 

Grants for MA students in Comparative Literature

Applications are invited for a grant to work on a MA thesis in Comparative Literature for the Spring term of 2015 under the supervision of Sif Rikhardsdottir, Associate Professor in Comparative Literature, in connection with the research project “Voice and Emotion in Medieval Literature”, which received a three year funding from the Research Fund, Icelandic Centre for Research in 2013.

The grant is a full grant for the thesis semester: 210.000 ISK (including employment related costs) per month for four months, or 840.000 ISK in total (including employment related costs). The thesis should focus on either emotion in medieval literature or methodological approach to emotion in literature in general.  Subjects that may be considered include, for instance, emotion and voice, time and memory and how these are related to the projection or perception of emotion, emotions in text and their cognitive processing and the cultural or historical contingency of emotions.  A short description of the research project itself can be found below:

The research project, “Voice and Emotion in Medieval Literature,” will focus on the multiplicity and interrelation of emotion and voice in medieval literature through a cross cultural and interdisciplinary approach. The research project is multi-tiered: it addresses the correlation between emotion and voice, but also the interaction between emotion, voice, memory and time. The study seeks to address the following questions: How can one relate to emotions that are culturally contingent and hence marked by both time and place of their conception? How can the voice of the text evoke feelings that are ultimately never real or actual, but a figment of a text, a fictive reality created out of words?

The applicants should preferably be MA students in Comparative Literature, although applications from related fields will also be considered.  The following documents should be included with the application: 1) transcript of graduate studies, 2) curriculum vitae and 3) short description of the proposed project (250-400 words).  It is vital that the description detail how the thesis will be connected to the project.

The application should be marked “MA studies-Voice and Emotion” and sent to the School of the Humanities: Hugvísindasvið, b.t. Eiríks Smára Sigurðarsonar, Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, 101 Reykjavík no later than 1 December, 2014.  For further information on the project please contact Sif Ríkharðsdóttir (sifr@hi.is) and for information on how to apply or details of the grant please contact Eiríkur Smári Sigurðarson (esmari@hi.is).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is