Sýn Evrópumanna á Nýja heiminn

Laugardagur 6. mars kl. 13-14.30 og 15-16 Stofa 225 Málstofan er tvískipt. Í fyrri hlutanum eru þrjú erindi sem fjalla um sýn Evrópumanna á hinn svokallaða Nýja heim á ýmsum tímabilum sögunnar, allt frá 16. öld til 19. aldar. Fjallað verður um landvinningamenn og trú þeirra á tilvist amasóna í Ameríku, hugmyndir Evrópumanna um mannát frumbyggja álfunnar og að lokum Brasilíufarana og hugmyndir þeirra um fyrirheitna landið. Erindin verða flutt á íslensku.

Síðari hluti málstofunnar fjallar um ferðalag tungumáls og flakk orða milli Spánar og Ameríku, og víðar. Fjallað verður um orðið caníbal, ‘mannæta’, tökuorð úr máli Indíána frá Antillueyjum í ýmsum Evrópumálum sem og andalúsísk einkenni spænskunnar í Ameríku. Erindin verða flutt á spænsku.

Kristín Guðrún Jónsdóttir: „Þar búa konur einar án karla.“ Um amasónur og landvinningamenn í Nýja heiminum

Ásdís R. Magnúsdóttir: Af mannætum •   
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir: Gátt í nýja heima: Útflutningur Íslendinga

til Brasilíu

Erla Erlendsdóttir: Caníbal: un indoamericanismo prehispánico en Europa
Juan Pablo Mora Gutiérrez: El español entre el nuevo y el viejo mundo:

contribución de la variedad lingüística andaluza en la formación del español de América

Fundarstjóri: Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is