Þórhalla Guðmundsdóttir Beck

Tölvupóstfang: thgb@hi.is

 

Doktorsnám: Íslensk málfræði

 

Leiðbeinandi: Matthew Whelpton

 

Heiti doktorsverkefnis: Litaheiti í íslensku

 

Um doktorsverkefnið:

 

Tilgangur þessa rits er að byggja lýsingu á merkingarflokknum eða hugtakinu [litur] í íslensku, stöðu þess í málinu og velta fyrir sér sögu þess og notkun. Litaheiti hafa í merkingarfræðum verið sérstaklega áhugaverður vettvangur til rannsókna. Bæði menningarlega afstæðishyggjan og vitsmunalega algildafræðin hafa fundið margar hliðar á þessum orðflokki til að styðja kenningar sínar; hann virðist bæði vera byggður á ákveðnum algildum sem eru óháð menningaráhrifum, og innihalda mikla fjölbreytni, sem meðal annars byggist á menningu og sögu málsins. Hvorug þessara hugmynda gerir þó ráð fyrir áhrifum frá málkerfinu sjálfu, en formgerðarstefnan leggur áherslu á að áhrifin séu mest þaðan. Þessir þrír þættir - mannshugur, menning og málkerfi - eru þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á merkingu orða.

 

Viðfangsefnið verður því í fyrsta lagi almenn lýsing á málkerfi því sem íslensk litaheiti hrærast í og eiginleikar þeirra orðflokka sem þau tilheyra, til samanburðar við önnur mál, svo sem enska tungu og íslenskt táknmál. Í öðru lagi verður menningarheimurinn skoðaður, tengsl hans við umheiminn og breytingar þær sem á honum hafa orðið meðfram málsögunni. Hér koma þá einnig til athugunar óskylt mál í sama menningarsamfélagi (íslenskt táknmál) og sama mál í fjarlægu menningarsamfélagi (vesturíslenska). Í þriðja lagi er svo uppbygging mannshugans, skynjunar og áreitaúrvinnslu í tengslum við ljós- og litaskynjun, og hvaða áhrif þau hafa á litaheitin. Meðfram þessum athugunum verða teknar til skoðunum almennar fræðilegar hugmyndir; annars vegar um fyrrgreinda þrískiptingu, og hins vegar um merkingu og eðli hennar, þar á meðal innri og ytri merkingu, til að skoða hvort íslensk litaheiti eigi sér þar einhver sérkenni.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is