Þorvarður Árnason: Dýrðlegar sýnir - nokkrar birtingarmyndir norðurljósanna í máli og myndum

Norðurljósin eru afar heillandi fyrirbæri sem snerta marga strengi í brjósti njótandans. Upplifun þeirra við bestu skilyrði er óviðjafnanleg og markar djúp spor í vitundina. Hughrifin verða sumum hvatning til vísindarannsókna, öðrum til skáldskapar og enn öðrum til sjónlistar af einhverjum toga. Í erindinu verður skyggnst um bæði í vísindum og listum, leidd fram dæmi um tilraunir til að „fanga“ norðurljósin á Íslandi og rætt um þann lærdóm sem e.t.v. má draga af veiðum sem þessum. Í síðasta hluta erindisins verður fjallað um myndatökur af norðurljósum og sýnt stutt myndband um leik þeirra í jöklalandslagi Austur-Skaftafellssýslu undanfarna vetur.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is