Upplýsingar um doktorsnám við Hugvísindasvið

Doktorsnám er mjög einstaklingsbundið. Það byggist að mestu á sjálfstæðri vinnu doktorsnema undir leiðsögn leiðbeinanda í samstarfi við doktorsnefnd.

Doktorsnemi hefur frá upphafi leiðbeinanda, sem að öllu jöfnu er akademískur starfsmaður Hugvísindasviðs. Gott samstarf doktorsnema og leiðbeinanda er lykill að góðu doktorsnámi. Því koma aðilar sér saman í upphafi náms um hvernig best sé að haga samstarfinu, t.d. um hversu oft á að funda (gæti verið einu sinni í mánuði en líka oftar eða sjaldnar).

Hér til hliðar eru upplýsingar um leiðbeinanda, samstarf við hann og doktorsnefnd. Um námsáætlun, rannsóknaráætlun og árlegar námsframvinduskýrslur. Um frágang og skil ritgerðar, um hlutverk andmælenda, doktorsvörnina sjálfa og undirbúning fyrir hana.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is