Úr ýmsum áttum: Saga íslenskunnar

Fluttir verða fjórir fyrirlestrar sem fjalla um sögu íslenskunnar frá ólíkum sjónarhornum. Jón Axel Harðarson fjallar um málsögulegt gildi handrits frá miðri 12. öld sem hefur að geyma svo fornlegt mál að um sumt er ekki öðrum heimildum að dreifa. Katrín Axelsdóttir rekur sögu fornafnsins einhver sem tekið hefur allnokkrum breytingum í tímans rás. Margrét Jónsdóttir fjallar um breytingar á stigbreytingu orða eins og djúpur, mjúkur, þ.e. með stofngerðina –júC–, og skoðar viðfangsefnið jafnt sögulega sem samtímalega. Loks segir Guðrún Kvaran frá orðabók sem hún hefur unnið að um nokkurt skeið og mun geyma íslensk tökuorð frá um 1800/1850 og fram undir daginn í dag.

•Jón Axel Harðarson: Málsögulegt gildi handritsins AM 237 a fol. • Margrét Jónsdóttir: Stigbreyting lýsingarorðanna djúpur, drjúgur, mjúkur í

sögulegu ljósi •     Katrín Axelsdóttir: Einhverjar breytingar •  Guðrún Kvaran: Hugleiðingar um íslenska tökuorðabók

Fundarstjóri: Guðrún Þórhallsdóttir, dósent

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is