Úr ýmsum áttum: Tveir prestar og eitt brúðkaup

Laugardagur 6. mars kl. 13-14.30 Stofa 051 Í fyrsta erindinu glímir Hjalti Hugason við þverstæðuna sem felst í lífi og starfi Guðmundar biskups Arasonar og kannar hvort skýra megi hana með hjálp greiningarhugtaka sem sótt eru til nútíma geðlæknis- og meðferðarfræða. Næst veltir Pétur Knútsson fyrir sér hinum fleygu einkunnarorðum Ara fróða um það er sannara reynist. Loks segir Sigurður Pétursson frá latnesku brúðkaupskvæði frá 18. öld sem er í senn hefðbundið og óhefðbundið.

•         Hjalti Hugason: Kristsgerfingur eða spémynd? — Þverstæðan Guðmundur góði •      Pétur Knútsson: Heimild og lögform: Sannleikshugtakið hjá Ara fróða sem

þýðingarvandamál •       Sigurður Pétursson: Optata tandem lux venit (Loks rennur langþráður dagur upp)

Fundarstjóri: Gottskálk Þór Jensson, dósent

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is