Útdráttur og lykilorð

Ritið 3. hefti, 13. árgangur - 2013

Vilhelm Vilhelmsson:  Skin og skuggar mannlífsins. Nokkur orð um andóf, vald og íslenska sagnritun

Í þessari grein er hugtakið ‚andóf‘ (e. resistance) kynnt sem fræðilegt greiningartæki. Fjallað er um skilgreiningu hugtaksins og notkun þess í fræðirannsóknum erlendis og færð rök fyrir kostum þess að beita hugtakinu í rannsóknum á sögu Íslands. Um leið eru algengar áherslur í íslenskri sagnfræði gagnrýndar. Fjallað er um atbeina (e. agency) undirsáta í íslenskum og erlendum sagnfræðirannsóknum og vikið að fræðilegum deilum um getu fræðimanna til að bera kennsl á hugarfar og menningu alþýðu. Þá eru ítrekaðir þeir kostir sem felast í einstaklingsmiðaðri nálgun í rannsóknum á valdaafstæðum fyrri tíma. Tekin eru dæmi um það hvernig nota megi kenningar Michels Foucault um valdaafstæðu og James C. Scott um hversdagsandóf til að túlka margvíslega hegðun undirsáta í íslensku samfélagi á nítjándu öld sem skapandi form andófs gegn ríkjandi samfélagsvenjum.

Lykilorð: Sagnfræði, andóf, vald, atbeini, undirsátar

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is