Útdráttur og lykilorð

 
Annette Lassen: Kynlífspíslir Bess í Breaking the Waves. Ævintýri á hvíta tjaldinu í anda H.C. Andersen 
 
Þegar Breaking the Waves eftir Lars von Trier var frumsýnd árið 1996 ræddu gagnrýnendur mikið um ömurleg örlög aðalhetjunnar Bess. Sjálfskipaðar kynferðislegar píslir Bess og kvalarfullur dauðdagi var borinn saman við fórnardauða Krists, einkum vegna upprisu hennar í lok myndarinnar. Í greininni er fremur lagt til að hlutverk Bess verði greint í ljósi þjáninga heilagra meyja annars vegar og tveggja ævintýra eftir H.C. Andersen, „Litlu hafmeyjunnar“ og „Villtu svananna“, hins vegar. Aðstæður Bess eru bornar saman við píslir heilagra meyja Guðs (Agöthu, Agnesar, Barböru og Cecilíu), en harmleikur og sorgin sem fylgir dauða hennar virðist í sterkri mótstöðu við þessar sögur. Á meðan hefðbundin ævintýri kenna okkur jafnan að gæska borgi sig lætur Andersen hina fullkomlega góðu hafmeyju deyja í stað þess að giftast prinsinum. Hún öðlast vissulega eilífa sál en dauði hennar verður samt sem áður að teljast sorglegur endir vegna óuppfylltrar jarðneskrar ástar. Í greininni eru færð rök fyrir því að Breaking the Waves minni um margt á ævintýri Andersens og að sérstök tegund harmleiks von Triers í þessari mynd megi líta á sem uppfærða (í tilliti rómantískra hugmynda) gerð af blendingi Andersens á þessum tveimur sagnaflokkum, hefðbundnum ævintýrum og Kristnum píslarsögum.
 
Lykilorð: Lars von Trier, H.C. Andersen, Breaking the Waves, píslarsögur, kvikmyndarannsóknir.
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is