Útdráttur og lykilorð

 
Auður Ingvarsdóttir: Margkunnar konur og óborin börn. Úr kvenlegum reynsluheimi á miðöldum
 
Í Landnámu má finna áhugaverða frásögn af „margkunnandi“ konu sem annaðist það sem kallað var „óborið“ barn. Fræðimenn hafa velt vöngum yfir merkingu orðsins „óborinn“ og tengt það einkum við keisaraskurð eða hefðbundnar leiðir við að bera barn inn í fjölskylduna. Í þessari grein er því haldið fram að orðið skuli tengja við meðgöngu. Lengd meðgöngu var þekkt og þar af leiðandi hefur fólk gert sér grein fyrir að ekki allar konur gengju fulla meðgöngu. Ef að kona „bar barn“ áður en fullum meðgöngutíma lauk, var það sennilega kallað „óborið“. Orðið „óborinn“ getur ljóslega verið borið saman við engilsaxneska orðið 'misborn' sem þýðir „fyrirburi“ í fornenskum lækningatextum. Kona sem var fær um að sjá um og bjarga fyribura á miðöldum átti sannarlega skilið titilinn „margkunnandi“.
 
Lykilorð: lækningakunnátta, margkunnandi kona, óborið barn, meðganga, fyrirburi, bera barn undir belti
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is