Útdráttur og lykilorð

 
Róbert H. Haraldsson: Málfrelsi og dönsku Múhameðsteikningarnar
 
Í þessari grein er lagt út af efni sem Markus Meckl vakti máls á í greininni „Dönsku skopmyndirnar og baráttan fyrir prentfrelsi“ (Ritið 2/2008). Meckl færir rök fyrir því að mikilvægt sé að greina á milli þeirra sem vísi til prentfrelsis í vörn sinni á birtingu dönsku skopmyndanna á Múhameð annars vegar og þeirra sem börðust fyrir prentfrelsi á upplýsingaöld hins vegar. Í þessari grein er túlkun Meckl á hugmyndum höfunda upplýsingarinnar um prentfrelsi hafnað og reynt að svara því hvort að lykilhöfundur þessarar hefðar, John Stuart Mill, hefði stutt takmörkun á prentfrelsi þegar kemur að birtingu dönsku skopmyndanna af Múhameð. Því er hér haldið fram að hann hefði ekki stutt slíkar takmarkanir. 
 
Lykilorð: Prentfrelsi, danskar skopmyndir af Múhameð, skaðaregla, móðgunarregla.
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is