Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 14. árgangur - 2014

Helga Björnsdóttir: „Hernaðarlúkk“. Um hernaðarhyggju og hervæðingu

Áhrifa hernaðarhyggju og hervæðingar á daglegt líf og menningu gætir í vaxandi mæli í flestum samfélögum heimsins. Hugmyndafræði hernaðarhyggju og hugmyndir um karlmennsku eru nátengd fyrirbæri sem endurspeglast í ýmsum sameiginlegum þáttum sem aftur tengjast og hafa áhrif á nútíma þjóðernishyggju og hugmyndir um þjóðarsjálfsmynd. Í greininni er sjónum beint að Íslensku friðargæslunni sem dæmi um staðbundna birtingarmynd hernaðarhyggju. Stofnun Friðargæslunnar og fyrstu starfsár hennar fóru saman við uppgangsárin fram að hruni 2008 þegar útrás íslensks efnahagslífs stóð sem hæst. Getum er leitt að því að þetta tvennt hafi verið hluti af sameiginlegu hugmyndafræðilegu rými sem aftur hafði áhrif á opinbera þjóðarímynd landsins sem þá var haldið á lofti.

Lykilorð: Hernaðarhyggja, hervæðing, karlmennska, Íslenska friðargæslan, þjóðarímynd

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is