Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 13. árgangur - 2013

Gunnþórunn Guðmundsdóttir: „Minnið er alltaf að störfum“. Mótun endurminninga og sjálfs í Minnisbók og Bernskubók Sigurðar Pálssonar

Í þessari grein er fjallað um minningabækur Sigurðar Pálssonar, Minnisbók og Bernskubók, í ljósi kenninga taugasálfræðinga og bókmenntafræðinga um minni, sjálf og frásögn. Gerð er grein fyrir hugmyndum um tilurð sjálfsævisögulegrar frásagnar og hlutverki hennar í mótun sjálfs og sjálfsmyndar. Skoðuð eru náin tengsl minnis og frásagnar og greint hvernig sjálfsmyndin birtist og er mótuð af þessum tengslum. Einnig er lögð áhersla á að bókmenntalegir þættir móti sjálfsævisögulega frásögn ekki síður en líkamlegir.

Lykilorð: Sjálfsævisaga, minni, frásögn, Sigurður Pálsson

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is