Útdráttur og lykilorð

 
Jóhanna Gunnlaugsdóttir: Skjámenning og netnotkun vegna einkaerinda á vinnutíma
 
Einstaklingar geta haft persónuleg samskipti sín á milli með ýmiss konar netbúnaði hvenær og hvar sem er. Margar skipulagsheildir hafa opinn aðgang að hinum nýtilkomnu samfélagsmiðlum og sums staðar notar starfsfólk samfélagsmiðla vegna einkaerinda í vinnunni. Tilgangur rannsóknarinnar, sem hér er kynnt, var að kanna: hvaða tegund samfélagsmiðla þátttakendur í rannsókninni notuðu, hvort
skipulagsheildir hefðu opinn aðgang að samfélagsmiðlum, hvort þátttakendur notuðu miðlana vegna einkaerinda á vinnutíma, hversu miklum tíma þeir verðu til slíkrar notkunar og hver væri skoðun stjórnenda annars vegar og annarra starfsmanna hins vegar á þess háttar notkun. Gagnasöfnun fór fram 2013–2014 og hún var þríþætt: við hana var spurningalisti notaður (net- og símakönnun) og viðtöl tekin við valinn hóp starfsmanna. Helstu niðurstöður voru að meirihluti þátttakenda notaði Facebook, meirihluti skipulagsheildanna leyfði aðgang að samfélagsmiðlum og um það bil helmingur þátttakenda nýtti sér miðlana til einkanota á vinnutíma. Starfsfólk varði umtalsverðum hluta vinnutímans til samfélagsmiðlanotkunar vegna einkaerinda. Stór hluti þátttakenda var þeirrar skoðunar að stjórnendur væru mótfallnir slíkri notkun en enn stærri hluti starfsfólksins taldi að þess háttar notkun væri óásættanleg.
 
Lykilorð: samfélagsmiðlar, Facebook, netið, netnotkun, mannauðsstjórnun, mannleg hegðun.
 
 
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is