Útdráttur og lykilorð

 
Ásdís Sigmundsdóttir: Höll ánægju og gagnsemi. Um innkomu Palace of Pleasure eftir William Painter í bókmenntakerfi 16. aldar á Englandi 
 
Safnrit Williams Painter The Palace of Pleasure sem kom út í tveimur bindum á árunum 1566–1567 hefur ekki hlotið þann sess í bókmenntasögunni sem það á skilið. Safnritið kynnti til sögunnar nýja grein í hinu enska bókmenntakerfi, nóvelluna, og var notað á ýmsan hátt af fjölda höfunda næstu árin. Hér er verkið kynnt til sögunnar, uppbygging þess og einkenni og leitast við að varpa ljósi á þær aðferðir sem höfundurinn beitir til að gera það gjaldgengt í sínu nýja umhverfi. Einnig er það sett í samhengi við viðhorf til þýðinga á tímabilinu og þær þýðingaraðferðir sem það viðhorf kallaði á. 
 
Lykilorð: þýðingarsaga, nóvellur, ensk bókmenntasaga, þýðingarfræði, greinafræði 
 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is