Útdráttur og lykilorð

Ritið 2. hefti, 13. árgangur - 2013

Björn Þór Vilhjálmsson: Sögur úr vaxmyndasafninu. Vangaveltur um kvikmyndir, varðveislu og minni

Í greininni er hugað að samslætti kvikmyndarinnar og ólíkra minnis- og varðveisluorðræðna, með sérstakri áherslu á hina tæknilega endurframleiðanlegu ímynd og sögu heimspekilegrar tortryggni í hennar garð. Þá er þýska kvikmyndin Vaxmyndasýningin/ Das Wachsfigurenkabinett (Paul Leni, 1924), sem jafnan er talin til lykilverka expressjónisma í kvikmyndagerð, tekin til ítarlegrar umfjöllunar og því haldið fram að hún fjalli með táknrænum hætti um tæknilegt hæfi miðilsins til endursköpunar og varðveislu. Þar er vikið bæði að hugmyndinni um minnismerki um einstaklinginn og einstaka atburði, og þá í samhengi við sögulegt minni. Jafnframt er bent á að slík þematísk úrvinnsla sé ekki háð tilteknum framsetningaraðferðum heldur grundvallist á eiginleikum vísisins (e. index).

Lykilorð: kvikmyndir, expressjónismi, minni, vaxmyndir, vísir

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is